Umsóknarríki ESB funduðu í Dublin

Stefán Haukur Jóhannesson
Stefán Haukur Jóhannesson mbl.is

Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son, aðal­samn­ingamaður Íslands í aðild­ar­viðræðunum við Evr­ópu­sam­bandið, sótti í gær og í dag fund Evr­ópu­málaráðherra ESB og um­sókn­ar­ríkja. Stef­an Fule, fram­kvæmda­stjóri stækk­un­ar­mála, tók einnig þátt í fund­in­um, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Fund­ur­inn fór fram í Dublin en Írland tók við for­mennsku í ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins um ára­mót­in. Meg­in­um­ræðuefni fund­ar­ins var hvernig efla má lýðræði á vett­vangi Evr­ópu­sam­vinn­unn­ar. Rætt var um leiðir til að auka lög­mæti og ábyrgð stofn­ana sam­bands­ins nú þegar sam­vinn­an er að aukast meðal ann­ars í efna­hags- og gjald­miðils­mál­um, og hvernig efla má þátt þjóðþinga og Evr­ópuþings­ins á því sviði.

Í umræðum á fund­in­um greindi Stefán Hauk­ur  frá því hvernig Ísland hef­ur í um­sókn­ar­ferli sínu lagt áherslu á gagn­sæi og sam­vinnu við ólíka hags­muna­hópa. Hvort tveggja hef­ur reynst vel og inn­sýn og reynsla hags­muna- og fé­laga­sam­taka hef­ur styrkt vinnu við mót­un samn­ingsaf­stöðu Íslands. Sömu­leiðis hef­ur þingið gegnt lyk­il­hlut­verki frá upp­hafi samn­inga­vinn­unn­ar, sagði Stefán Hauk­ur. Hann gerði einnig grein fyr­ir ný­legu sam­komu­lagi rík­is­stjórn­ar um að hægja á samn­ingaviðræðunum við ESB fram að kosn­ing­um og út­skýrði hvað í því felst.

mbl.is