Væntanlega rætt um makrílinn

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Ómar

Ekki er ósenni­legt að mak­ríl­deil­an ber­ist í tal á ráðstefnu sam­tak­anna Arctic Frontiers um sam­spil stjórn­mála og þró­un­ar á norður­slóðum sem nú stend­ur yfir í Trom­sö í Nor­egi en Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, flyt­ur þar er­indi ásamt Lis­beth Berg-Han­sen, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, og Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins.

Þetta seg­ir Valdi­mar Hall­dórs­son, aðstoðarmaður at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, í sam­tali við mbl.is spurður að því hvort gera megi ráð fyr­ir því að mak­ríl­deil­an komi til tals á ráðstefn­unni. Stein­grím­ur flaug út til Nor­egs í gær og mun flytja ræðu sína á morg­un ásamt Berg-Han­sen. Dam­anaki mun hins veg­ar tala á ráðstefn­unni í dag en ráðstefn­an stend­ur alla þessa viku.

Valdi­mar seg­ir að ræða Stein­gríms muni einkum fjalla um hags­muni Íslend­inga gagn­vart þeirri hlýn­un sem orðið hafi til þessa á Norður­slóðum. Ekki síst þau áhrif sem hún hafi haft á breytt göngu­mynst­ur sem aft­ur teng­ist óhjá­kvæmi­lega mak­ríln­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina