Vilja færa réttarhöldin frá höfuðborginni

Mikið hefur verið mótmælt á Indlandi undanfarið.
Mikið hefur verið mótmælt á Indlandi undanfarið. AFP

Hæstiréttur Indlands hefur frestað ákvörðun um hvort flytja eigi réttarhöldin yfir fimm meintum hópnauðgurum frá höfuðborginni Nýju Delí.

Verjandi eins mannsins bað um að réttarhöldin yrðu flutt. Ákvörðun hæstaréttar átti að liggja fyrir í dag en hefur nú verið frestað. Lögmaðurinn sagði skjólstæðing sinn óttast að réttarhöldin yrðu ekki sanngjörn, færu þau fram í höfuðborginni.

Réttarhöldunum yfir mönnunum hefur einnig verið frestað til á morgun, miðvikudag, en þau hófust í gær.

Mennirnir fimm eru ákærðir fyrir rán, morð, nauðgun og manrán. Saksóknarinn fer fram á dauðarefsingu. Sjötti maðurinn er það ungur að yfir honum verður réttað við unglingadómstól.

mbl.is