Steingrímur: „Makríllinn fær ekki ókeypis hádegisverð“

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, var gest­ur í morg­unþætt­in­um Today hjá BBC 4 í dag þar sem hann ræddi mak­ríl­deil­una við frétta­menn breska út­varps­ins. Hann sagði m.a. að mak­ríll­inn geti „ekki verið hér og fengið ókeyp­is há­deg­is­verð“ og að Ísland verði að fá út­hlutað sann­gjörn­um kvóta.

Þá seg­ir hann að það sé afar ósann­gjarnt að menn bendi ein­fald­lega á Ísland og Fær­eyj­ar sem söku­dólg í deil­unni.

Frétta­menn BBC spurðu Stein­grím hvort hann væri sam­mála því að rót mak­ríl­deil­unn­ar mætti rekja til auk­inna veiða Íslend­inga og Fær­ey­inga. Stein­grím­ur sagði að það mætti snúa þessu al­veg við og líta á ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs um að skammta sér ein­hliða 90% kvót­ans sem stóra vanda­málið.

Hann seg­ir að það sé eng­inn grund­völl­ur að lausn deil­unn­ar að skilja eft­ir tæp 10% fyr­ir önn­ur strand­ríki, þ.e. Ísland, Fær­eyj­ar og Rúss­land.

Stein­grím­ur ít­rekaði þá af­stöðu sína að lönd­in beri öll sam­eig­in­leg ábyrgð og að ekk­ert gagn sé í því að hver bendi á ann­an.

Ráðherr­ann viður­kenn­ir að þetta sé mjög óheppi­legt og að menn verði að finna lausn á deil­unni. Það verði menn hins veg­ar að gera með sann­girni að leiðarljósi.

Um 30% mak­ríl­stofns­ins í ís­lenskri lög­sögu

Þá var Stein­grím­ur spurður hvers vegna Íslend­ing­ar hefðu ekk­ert veitt af mak­ríl árið 2005 en nú veiði þeir yfir 150 þúsund tonn af mak­ríl í dag. Fréttamaður BBC sagði að málið liti þannig út Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar hefðu ein­hliða ákveðið að hefja mak­ríl­veiðar.

„Þetta er mjög ein­hliða sýn á málið,“ sagði Stein­grím­ur og bætti við að Ísland hafi löng­um veitt eitt­hvað lít­il­ræði af mak­ríl, t.d. hafi mak­ríll verið meðafli við síld­veiðar.

Aðal­atriðið sé, að á und­an­förn­um árum hafi orðið meiri­hátt­ar breyt­ing­ar á göngu mak­ríls sem hafi í fært sig inn í ís­lenska fisk­veiðilög­sögu. Um gríðarlegt magn sé að ræða. Menn telji að um 1,5 millj­ón­ir tonna af mak­ríl hafi verið í ís­lenskri lög­sögu  á síðasta ári. Um 30% af öll­um mak­ríl­stofn­in­um hafi verið við Ísland í leit að fæðu og það hafi mik­il áhrif á líf­ríkið.

Ráðherr­ann bend­ir að á að við þess­ar aðstæður fái Ísland stöðu strand­rík­is sam­kvæmt alþjóðalög­um og eigi rétt á því að fá sann­gjarn­an hluta af kvót­an­um.

„Því  miður, þá get­um við ekki haft mak­ríl­inn hér í svona mikl­um mæli; að hann fái hér frítt fæði og hús­næði,“ sagði Stein­grím­ur.

Menn verða að vera sveigj­an­leg­ir

Fréttamaður BBC spurði Stein­grím út í um­mæli sam­bands skoskra út­vegs­manna sem saka Íslend­inga og Fær­ey­inga um að stunda  rán­yrkju og full­yrðing­ar breskra ráðamanna um að veiðar þeirra dragi úr sjálf­bærni stofns­ins.

Stein­grím­ur seg­ir að það sama megi segja um ein­hliða ákvörðun ESB og Norðmanna, þ.e. að hún ógni sjálf­bærni stofns­ins. Menn verði að horfa á heild­ar­mynd­ina út frá þeim miklu breyt­ing­um sem hafa orðið á göngu mak­ríls.

„Eng­inn get­ur leng­ur neitað því að Ísland nýt­ur rétt­inda sem strand­ríki sam­kvæmt alþjóðalög­um. En spurn­ing­in er hvernig leys­um við þetta,“ sagði Stein­grím­ur og bætti við að menn verði að vera sveigj­an­leg­ir í ljósi þeirra breyt­inga sem hafa orðið vegna gróður­húsa­áhrifa og hlýn­un­ar sjáv­ar.

Stein­grím­ur seg­ir ljóst, að hlut­ur Íslands, Fær­eyja og Rúss­lands sé allt of rýr sam­an­borið við mak­ríl­kvóta ESB og Norðmanna. Það sé eng­inn grund­völl­ur að lausn að Ísland, Fær­eyj­ar og Rúss­land fái 10% en hinir 90%.

Ósann­gjarnt að benda á Ísland sem söku­dólg

Stein­grím­ur var spurður hvaða hlut­fall hann vilji sjá. Hann nefndi sem dæmi að Rúss­ar hefðu lagt til að þeir fengu 10% kvót­ans. Það myndi þýða 0% fyr­ir Ísland og Fær­eyj­ar miðað við nú­ver­andi stöðu.

„Við eig­um að fá okk­ar sann­gjarna hlut sem bygg­ist — á meðal annarra atriða — á því mikla magni sem er inni á okk­ar hafsvæði og þeim áhrif­um sem þetta hef­ur á okk­ar líf­ríki. Við þurf­um mögu­lega að draga úr veiðum á öðrum teg­und­um vegna inn­rás­ar mak­ríls­ins. Hann get­ur ekki verið hér og fengið ókeyp­is há­deg­is­verð,“ sagði Stein­grím­ur.

Hér má hlýða á viðtalið (hefst 2:41:00).

Skjáskot af heimasíðu BBC 4.
Skjá­skot af heimasíðu BBC 4.
Makríldeilan er enn í hnút.
Mak­ríl­deil­an er enn í hnút. mbl.is/​Helgi Bjarna­son
mbl.is