Óttuðust kvótabreytingar

mbl.is

Kröfu­haf­ar gamla Lands­bank­ans gerðu þá kröfu að sett yrði inn sér­stakt ákvæði í sam­komu­lag um end­ur­reisn nýja Lands­bank­ans, að þrota­búið þyrfti ekki að bera neinn fjár­hags­leg­an skaða af til­tekn­um stjórn­valdsaðgerðum sem myndu rýra verðmæti lána­safns bank­ans.

Í ít­ar­legri frétta­skýr­ingu um mál þetta í viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins í dag seg­ir, að að öðrum kosti er talið ólík­legt að kröfu­haf­ar hefðu fall­ist á það fyr­ir­komu­lag að gefið yrði út skil­yrt skulda­bréf hinn 31. mars næst­kom­andi, sem get­ur orðið 92 millj­arðar, í skipt­um fyr­ir 18,7% hluta­fjár­eign þrota­bús­ins í Lands­bank­an­um.

Þetta herma áreiðan­leg­ar heim­ild­ir Morg­un­blaðsins úr stjórn­kerf­inu. Það voru fyrst og fremst áhyggj­ur kröfu­hafa í tengsl­um við áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um upp­stokk­un á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu sem skiptu máli í þess­um efn­um. Á meðal und­ir­liggj­andi eigna skil­yrta bréfs­ins eru lán Lands­bank­ans til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina