Verði undir sameiginlegu stefnunni

Lucinda Creighton, Evrópuráðherra Írlands, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Lucinda Creighton, Evrópuráðherra Írlands, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

„Ég tel að þau ríki Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem sjáv­ar­út­veg­ur er til staðar eigi að vera und­ir sam­eig­in­lega sjáv­ar­út­vegs­stefnu sam­bands­ins sett,“ seg­ir Luc­inda Cr­eig­ht­on, Evr­ópuráðherra Írlands, spurð hvort hún telji að Ísland gæti haldið full­um yf­ir­ráðum yfir ís­lensku fisk­veiðilög­sög­unni ef til inn­göngu lands­ins í Evr­ópu­sam­bandið kæmi og þannig fengið und­anþágu frá sam­eig­in­legri sjáv­ar­út­vegs­stefnu þess. Hún seg­ist hins veg­ar telja að áhersl­ur sam­bands­ins og Íslands í sjáv­ar­út­vegs­mál­um séu ekki ósam­rýman­leg­ar.

Cr­eig­ht­on var stödd í op­in­berri heim­sókn hér á landi í gær og í dag en Írar fara með for­sætið í ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins þar til í lok júní í sum­ar. Hún seg­ir írsk stjórn­völd hafa skiln­ing á þeirri ákvörðun rík­is­stjórn­ar Íslands að hægja á viðræðunum um inn­göngu lands­ins í sam­bandið fram yfir þing­kosn­ing­arn­ar í apríl og opna ekki nýja viðræðukafla, þar með talið um sjáv­ar­út­veg og land­búnað.

„Við höf­um skiln­ing á því að það séu þing­kosn­ing­ar framund­an og við þekkj­um það af eig­in raun að það get­ur haft áhrif á slík mál. En ég tel hins veg­ar enga ástæðu til þess að hafa áhyggj­ur af mál­inu. Það eru 18 viðræðukafl­ar opn­ir eins og sak­ir standa og það er í okk­ar verka­hring þar sem við för­um með for­sætið inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins að halda áfram með þá og starfa með ís­lensk­um stjórn­völd­um í þeim efn­um.“

Nán­ar verður rætt við Luc­indu Cr­eig­ht­on í Morg­un­blaðinu á morg­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: