VG sveik stefnuna

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason. mbl.is/Ómar

„Það er ekki í píp­un­um að stofna nýj­an flokk, ekki af minni hálfu. Ég stend í verk­um mín­um við stefnu þess flokks sem ég hef átt aðild að frá stofn­un í sam­ræmi við þau kosn­ingalof­orð sem ég hef gefið.“

Þetta seg­ir Jón Bjarna­son þingmaður aðspurður hvort hann hygg­ist taka þátt í stofn­un nýs flokks, eft­ir að hann sagði sig úr þing­flokki VG í gær, en hann hef­ur verið orðaður við hugs­an­legt vinstra­fram­boð Bjarna Harðar­son­ar og fleiri and­stæðinga aðild­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

Í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag kveðst Jón áfram munu styðja rík­is­stjórn­ina til góðra verka. „Ég stend með stefnu­skrá og hug­sjón­um Vinstri-grænna. Fjöldi þing­manna hef­ur séð sig knú­inn til að yf­ir­gefa bæði þing­flokk­inn og flokk­inn og við vit­um að trúnaðar­menn og for­ystu­menn VG vítt og breitt um landið hafa yf­ir­gefið flokk­inn eða sett sig til hliðar vegna þess að þeir telja að ekki hafi verið staðið við þau grunn­atriði sem flokk­ur­inn var stofnaður um. Fylgistöl­ur í skoðana­könn­un­um sýna að fólk er þar ekki ánægt með gang mála. Það er al­veg ljóst. Það þarf eng­an stjórn­mála­spek­ing til að sjá það,“ seg­ir Jón sem tel­ur ótíma­bært að ræða hvort hann muni styðja ein­stök mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það muni koma í ljós.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: