Gefur jafnvel út makrílkvóta eftir helgina

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar

„Það verður vænt­an­lega núna mjög fljót­lega. Það verður alla­vega ekki eft­ir neinu að bíða eft­ir helg­ina,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, spurður að því hvort og hvenær megi bú­ast við því að gefn­ir verði út mak­ríl­kvót­ar hér­lend­is.

„Að vísu er þessi fund­ur Evr­ópu­sam­bands­ins núna á mánu­dag og þriðju­dag og þar verður hin end­an­lega ákvörðun tek­in af þeirra hálfu. Það ligg­ur í raun fyr­ir hver hún verður eft­ir niður­stöðu Nor­egs og ESB í sín­um samn­ing­um en það má segja að hún sé ekki form­lega tek­in fyrr en eft­ir að ráðherr­arn­ir hitt­ast og ganga frá mál­inu,“ seg­ir Stein­grím­ur og bæt­ir við: „Það er hand­an við hornið að klára það mál af okk­ar hálfu þótt okk­ur liggi í sjálfu sér ekk­ert á vegna þess að okk­ar veiðar hefjast ekki strax.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: