Vill sáttasemjara í makríldeiluna

Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands.
Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands. Ljósmynd/The Scottish Government

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands, Rich­ard Lochhead, vill að feng­inn verði alþjóðleg­ur sátta­semj­ari til þess að miðla mál­um í mak­ríl­deil­unni á milli Íslands og Fær­eyja ann­ars veg­ar og Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs hins veg­ar. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Scotsm­an.com í dag.

Haft er eft­ir Lochhead að hann vilji enn að Evr­ópu­sam­bandið beiti Íslend­inga og Fær­ey­inga refsiaðgerðum vegna máls­ins en hann sé reiðubú­inn að skoða aðrar leiðir til þess að leysa mak­ríl­deil­una.

„Skip­un alþjóðlegs sátta­semj­ara gæti hjálpað til við að ná samn­ing­um og binda endi á þessa deilu á hlut­læg­an hátt. Ég hvet aðra sjáv­ar­út­vegs­ráðherra [sem aðild eiga að deil­unni] til þess að íhuga þessa til­lögu al­var­lega og ég hyggst skrifa sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, Mariu Dam­anaki, og óska eft­ir henn­ar sjón­ar­miðum,“ seg­ir Lochhead.

Frétt Scot­mans.com

mbl.is