„Vonlaus tilraun Íslendinga“

„Þetta er önn­ur von­laus til­raun Íslend­inga til þess að verja óverj­andi ákv­arðanir sín­ar um að auka gríðarlega og með ein­hliða hætti mak­ríl­kvóta sinn án alþjóðlegs sam­komu­lags,“ seg­ir Bertie Armstrong, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka skoskra út­gerðarmanna, í yf­ir­lýs­ingu vegna frétta af því að ís­lensk stjórn­völd hafi boðið bresk­um blaðamönn­um til lands­ins til þess að fræðast um af­stöðu Íslands í mak­ríl­deil­unni.

Armstrong seg­ir að Íslend­ing­ar ættu frek­ar að verja orku sinni í það að reyna að ná sam­komu­lagi um mak­ríl­veiðarn­ar en í til­gangs­laus al­manna­tengsl vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Bolt­inn sé hjá Íslandi og Fær­eyj­um í deil­unni. Rík­in tvö þurfi að koma með til­lög­ur að lausn deil­unn­ar til þess að viðræður geti haf­ist að nýju. Þrátt fyr­ir að Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur hafi ít­rekað komið með slík­ar til­lög­ur hafi und­ir­tekt­ir verið eng­ar hjá Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um.

„Þetta er ástæðan fyr­ir því að Evr­ópu­sam­bandið er svo reitt vegna stöðunn­ar og að fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins hef­ur til­kynnt strand­ríkj­un­um sem aðild eiga að mál­inu að það taki ekki þátt í fleiri viðræðufund­um fyrr en til­boð hef­ur verið lagt fram af ann­arri hvorri þjóðinni eða þeim báðum,“ seg­ir hann enn­frem­ur í til­kynn­ing­unni en greint er frá henni á frétta­vefn­um Fis­hnew­seu. com.

Frétt Fis­hnew­seu.com

mbl.is

Bloggað um frétt­ina