Breytingar til hins verra

„Flest­ar breyt­ing­arn­ar sem gerðar hafa verið frá frum­varp­inu sem var lagt fram í fyrra eru til hins verra fyr­ir út­gerðina,“ sagði Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, um fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­varpið sem Stein­grím­ur J. Sig­fús­son at­vinnu­vegaráðherra lagði fram í gær.

„Þetta er í grund­vall­ar­atriðum sama frum­varpið sem mun veikja ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg og draga úr hag­kvæmni hans. Það á að skerða afla­heim­ild­ir enn meira en áður. Áfram er gert ráð fyr­ir að þorsk­ur verði skert­ur um 9,5% og meira þegar heild­arafla­mark nær 240.000 tonn­um. Þá verða 50% tek­in til viðbót­ar. Enn er gert ráð fyr­ir að taka 9,8% af stein­bít, 6,9% af ýsu og 7,2% af ufsa. Við mót­mæl­um því harðlega að þess­ar fjór­ar teg­und­ir séu skert­ar meira en aðrar. Lagt er til að skerða all­ar aðrar teg­und­ir um 7%. Þetta eru allt of mikl­ar skerðing­ar,“ sagði Friðrik.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Friðrik, að ein af stóru breyt­ing­un­um sé sú, að nú eigi að setja mun meira af afla­heim­ild­um í hend­ur rík­is­ins sem verður mjög stór þátt­tak­andi á kvóta­markaði í gegn­um kvótaþing. Hlut­verk þess verður ann­ars veg­ar að vera vett­vang­ur fyr­ir viðskipti með afla­mark en hins veg­ar að selja eða leigja afla­heim­ild­ir sem ríkið tek­ur af út­gerðunum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: