Makrílkvótinn minnkaður um 15%

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Ómar

Mak­ríl­kvóti fyr­ir árið 2013 hef­ur verið ákveðinn 15% minni en á síðasta ári en fram kem­ur á vefsíðu at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins að það sé í sam­ræmi við veiðiráðgjöf Alþjóða haf­rann­sókn­ar­ráðsins ICES. Kvót­inn í ár nem­ur alls 123.182 tonn­um.

Fram kem­ur að áætlað sé að árið 2012 hafi heild­ar­veiði Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs, Íslands, Fær­eyja og Rúss­lands á mak­ríl verið 920 þúsund tonn og nam veiðihlut­ur Íslands um 16%. Fær­eyj­ar og Rúss­land hafa ekki gefið út mak­ríl­kvóta vegna árs­ins 2013 en ef báðar þjóðirn­ar minnka sína veiði um 15% eins og Nor­eg­ur, ESB og Ísland hafa gert mun hlut­ur Íslands hald­ast um 16%.

Haft er eft­ir Stein­grími J. Sig­fús­syni, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á vefsíðunni að ákvörðun Nor­egs og ESB um að út­hluta sér ein­hliða um 90% af ráðlagðri veiði læsi málið inni í óbreyttri stöðu. „Við get­um ekki ein­ir lækkað okk­ar hlut­deild meðan ekki nást sann­gjarn­ir samn­ing­ar, en á það leggj­um við áfram mikla áherslu. Við nú­ver­andi aðstæður er því þessi ákvörðun næsta sjálf­tek­in.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina