„Aðför að landsbyggðinni“

Hnífsdalur.
Hnífsdalur. www.mats.is

„Þetta er sama gamla glundrið á nýj­um belgj­um,“ sagði Ein­ar Val­ur Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Hraðfrysti­húss­ins Gunn­var­ar í Hnífs­dal, um nýtt fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­varp at­vinnu­vegaráðherra.

Ein­ar Val­ur kvaðst ekki sjá nein­ar breyt­ing­ar til hins betra frá fyrri frum­vörp­um um sama efni á þessu kjör­tíma­bili. „Þetta er lands­byggðarskatt­ur og mun bara leiða til verri lífs­kjara,“ sagði Ein­ar Val­ur.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag líst hon­um ekki vel á til­lög­urn­ar um kvótaþing. „Það mun hafa slæm­ar af­leiðing­ar. Ég tel að betra sé að við fáum að ráða okk­ar mál­um sjálf hér á lands­byggðinni en að alræði rík­is­ins fari að vaka yfir þessu og stýra því hverj­ir fá og hverj­ir mega. Það ber allt að sama brunni hjá þessu fólki. Það er eitt­hvað annað en um­hyggja fyr­ir lands­byggðinni sem rek­ur það áfram.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: