ESB harmar ákvörðun Íslendinga

Makríll.
Makríll.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins harm­ar ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda um að ákveða eig­in mak­ríl­kvóta fyr­ir árið 2013. Kvót­inn nem­ur alls um 123.182 tonn­um og er 15% minni en á síðasta ári, eins og fram kom í gær. 

„Við hörm­um að Ísland hafi ein­hliða ákveðið sinn eig­in kvóta án sam­ráðs, enn eitt árið,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins sendi frá sér í kjöl­far ákvörðun­ar­inn­ar.

„Full­yrðing Íslend­inga um að dregið sé úr kvót­an­um fel­ur þá staðreynd að ein­hliða kvóti Íslands er óhóf­lega hár, bæði áður og eft­ir að hann var minnkaður.“ Í yf­ir­lýs­ingu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar seg­ir enn frem­ur að vís­inda­rann­sókn­ir bendi til þess að nauðsyn­legt sé að draga úr mak­ríl­veiðum.

Sam­kvæmt  at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu er áætlað að árið 2012 hafi heild­ar­veiði Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs, Íslands, Fær­eyja og Rúss­lands á mak­ríl verið 920 þúsund tonn og nam veiðihlut­ur Íslands um 16%. Fær­eyj­ar og Rúss­land hafa ekki gefið út mak­ríl­kvóta vegna árs­ins 2013 en ef báðar þjóðirn­ar minnka sína veiði um 15% eins og Nor­eg­ur, ESB og ís­land hafa gert mun hlut­ur Íslands hald­ast um 15%.

mbl.is