Gagnrýna Íslendinga harðlega

Wikipedia

„Þrátt fyr­ir að Ísland fylgi for­dæmi Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs, sem hafa þegar dregið úr sín­um mak­ríl­kvóta um 15%, þá er ekki hægt að horfa fram­hjá þeirri staðreynd að Íslend­ing­ar eru enn að taka alltof stór­an hluta af því sem er veitt ein­hliða og án þess að nokkr­ir alþjóðleg­ir samn­ing­ar séu fyr­ir hendi.“

Þetta er haft eft­ir Ian Gatt, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka skoskra upp­sjáv­ar­sjó­manna, á frétta­vefn­um STV News í kjöl­far ákvörðunar Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, um helg­ina að gefa út 15% minni mak­ríl­kvóta við Ísland en á síðasta ári. Stein­grím­ur vísaði þar bæði til þess að Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur hefðu gert hið sama og til veiðiráðgjöf Alþjóða haf­rann­sókn­ar­ráðsins ICES. Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn höfðu áður samið sín á milli um að taka sér sam­an­lagt um 90% þess kvóta sem vís­inda­menn hafa ráðlagt.

„Það er mik­il­vægt að leggja áherslu á það að á sama tíma og Ísland krefst 15% hlut­deild­ar í mak­ríl­veiðunum eru þeir að taka sér ná­lægt 23% kvót­ans. Þetta er mál sem aðeins er hægt að leysa með samn­ingaviðræðum og sú kvöð hvíl­ir á herðum Íslend­inga og Fær­ey­inga að leggja fram raun­sætt gagn­til­boð svo hægt sé að koma samn­ingaviðræðunum af stað aft­ur,“ seg­ir Gatt enn­frem­ur.

Reiðubún­ir að hætta á taf­ir á ESB-um­sókn­inni

Hliðstæð sjón­ar­mið hafa komið fram hjá sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skota, Rich­ard Lochhead, í kjöl­far ákvörðunar Stein­gríms. Þannig er haft eft­ir hon­um í frétt­inni að það séu von­brigði að Íslend­ing­ar haldi áfram að út­hluta sér of mikl­um mak­ríl­kvóta, meiri en Skot­ar fái í sinn hlut, í ljósi stuttr­ar veiðireynslu þeirra. Ákvörðunin sé til þess fall­in að valda áfram skaða á mak­ríl­stofn­in­um og að Íslend­ing­ar hafi með þessu misst af tæki­færi til þess að sýna fram á vilja sinn til þess að ná samn­ing­um. Þá seg­ist ráðherr­ann bíða þess að Evr­ópu­sam­bandið grípi til aðgerða gegn Íslend­ing­um.

Enn­frem­ur seg­ir á frétta­vefn­um For­argyll.com að viðbrögð fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins séu á hliðstæðum nót­um eins og mbl.is hef­ur áður sagt frá. Það valdi von­brigðum að Ísland hafi tekið ákvörðun um að út­hluta sér ein­hliða án til­lits til sam­starfsþjóða sinna. Tekið er fram í frétt­inni að Ísland sé þó enn ekki hluti af sam­band­inu. Svo virðist hins veg­ar sem Íslend­ing­ar séu reiðubún­ir að hætta á taf­ir varðandi inn­göngu sína í Evr­ópu­sam­bandið til þess að geta staðið vörð um hags­muni sína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina