„Það yrði algjör hrákasmíð“

mbl.is/ÞÖK

„Ef mönn­um er ein­hver al­vara í því að búa til rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn, sem hann get­ur búið við, þá svar­ar þetta frum­varp því ekki og ef það yrði af­greitt ein­hvern veg­inn með þess­um hætti þá er al­veg ljóst mál að það yrði al­gjör hráka­smíð.“

Þetta seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trúi í at­vinnu­vega­nefnd, um fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem nú er í um­sagn­ar­ferli í nefnd­inni.

Að sögn Ein­ars er málið að hans mati á al­gjöru frum­stigi. Þannig skorti allt mat á áhrif­um þeirra breyt­inga sem frum­varpið fel­ur í sér frá fyrri fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­vörp­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Eng­inn geti því full­yrt ná­kvæm­lega um það á þess­ari stundu hver áhrif­in verði. Þá bend­ir Ein­ar á í um­fjöll­un um þetta mál í Morgu­blaðinu í dag, að al­gjör­lega óhjá­kvæmi­legt sé að fá sér­fræðiálit á frum­varp­inu líkt og gert hafi verið með önn­ur fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­vörp rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: