Ljúki þegar báðir eru reiðubúnir

AFP

Viðræðunum um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið ætti að ljúka um leið og báðir aðilar eru reiðubún­ir til þess. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í álykt­un um stöðuna varðandi um­sókn Íslands sem ut­an­rík­is­mála­nefnd Evr­ópuþings­ins samþykkti í gær með 56 at­kvæðum gegn tveim­ur.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu að ut­an­rík­is­mála­nefnd­in fagnaði þeim ár­angri sem hefði verið náð í viðræðunum en að nefnd­in hefði engu að síður vonað að búið væri að opna alla viðræðukafl­ana. Þá er meðal ann­ars lýst áhyggj­um í álykt­un­inni sem fyrr af póli­tískri óein­ingu inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna um­sókn­ar­inn­ar og á meðal stjórn­mála­flokk­anna. Vona nefnd­ar­menn að umræða um um­sókn­ina fram að þing­kosn­ing­un­um í vor verði upp­byggi­leg.

Þá er því fagnað að stór hluti Íslend­inga vilji halda um­sókn­inni til streitu og lögð áhersla á það sjón­ar­mið nefnd­ar­manna að inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið eigi eft­ir að styrkja stöðu Íslands í Norður-Evr­ópu og á Norður­skauts­svæðinu og um leið stefnu sam­bands­ins vegna svæðis­ins.

Komið er inn á niður­stöðu EFTA-dóm­stóls­ins í Ices­a­ve-mál­inu sem hafi hreinsað Ísland af öll­um ásök­un­um um að hafa brotið gegn EES-samn­ingn­um í deil­unni við Breta og Hol­lend­inga. Greiðslum úr búi Lands­banka Íslands til for­gangs­kröfu­hafa er fagnað og að áfram­hald verði á þeim greiðslum.

Lögð er að síðustu áhersla á nauðsyn þess að mak­ríl­deil­an verði leyst sem fyrst.

mbl.is