Mótmælti harkalega á ráðherrafundi

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra ásamt Carl Bildt og Karel Schwarzenberg, utanríkisráðherra …
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra ásamt Carl Bildt og Karel Schwarzenberg, utanríkisráðherra Svía og Tékka

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, mót­mælti harðlega hug­mynd­um Nor­egs og ríkja inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins um viðskipta­leg­ar refsiaðgerðir vegna mak­ríl­deil­unn­ar á fundi með tólf ut­an­rík­is­ráðherr­um Norður- og Mið-Evr­ópu í Gdansk, Póllandi, í morg­un.
 
Ut­an­rík­is­ráðherra sagði það óhugs­andi frá sín­um sjón­ar­hóli að Evr­ópu­sam­bandið tæki þátt í slík­um aðgerðum gagn­vart um­sókn­ar­ríki, og kvað það myndu hafa af­leiðing­ar fyr­ir tengsl Íslands og sam­bands­ins.
 
Í umræðum um end­ur­nýj­an­leg­ar orku­lausn­ir benti ut­an­rík­is­ráðherra á að Ísland hefði nú þegar sem eitt fremsta jarðhita­land heims­ins rutt braut­ina fyr­ir nýt­ingu jarðhita í Mið-Evr­ópu, og náð með fjög­urra ára bar­áttu að fá Evr­ópu­sam­bandið til að beina at­hygli sinni að jarðhita sem val­kosti á völd­um svæðum.
 
„Mörg svæði í Mið-Evr­ópu hafa tölu­verða mögu­leika á að nýta jarðhita, einkum lág­hita, og mörg ís­lensk fyr­ir­tæki hafa notið at­beina ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins til að byrja á verk­efn­um í jarðhita í þess­um lönd­um, stund­um með liðsinni sjóða sem Íslend­ing­ar eiga aðild að í gegn­um EES,”  sam­kvæmt til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.
 
Póverj­ar óska eft­ir aðstoð Íslend­inga

Á fund­in­um óskaði Radoslaw Si­korski, ut­an­rík­is­ráðherra Pól­lands, sér­stak­lega eft­ir liðsinni Íslands við að meta mögu­leika Pól­verja á því að nýta jarðhita til orku­vinnslu.
 
Fund­ur­inn var hinn fyrsti sem hald­inn er sam­eig­in­lega af Norður­lönd­un­um fimm, Eystra­salts­ríkj­un­um þrem­ur og hinum svo­kölluðu Visegrad-ríkj­um, en þau eru Pól­land, Tékk­land, Slóvakía og Ung­verja­land. Ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur hvatt til þess að rík­in búi til form­leg­an vett­vang til að starfa sam­an með þess­um hætti.
 
„Í þess­um hópi eru marg­ar af helstu stuðningsþjóðum Íslands, og reynsla okk­ar sýn­ir að lít­il og milli­stór ríki eru jafn­an boðin og búin til að verja hags­muni hvers ann­ars, hvort sem þeir liggja inn­an eða utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Þess­vegna hef ég stutt þessa hug­mynd frá upp­hafi, og tel að þessi ríki eigi að hafa með sér form­legt sam­starf til að verja og sækja fyr­ir hags­muni hvers ann­ars. Þetta er sá hóp­ur sem ég hef mest ræktað, og þar er að finna mest­an stuðning, bæði við aðild­ar­um­sókn­ina og einnig í mak­ríl­deil­unni,” sagði ut­an­rík­is­ráðherra.
 
Loft­rýmis­eft­ir­lit á Íslandi var sér­stak­lega rætt sem dæmi um snjall­varn­ir, og reifaði Össur fyr­ir­komu­lag á þátt­töku Svía og Finna í því.

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra reifaði sér­stak­lega þátt­töku Svía og Finna í loft­rýmis­eft­ir­liti á Íslandi. Með hon­um eru Carl Bildt og Kar­el Schw­arzen­berg, ut­an­rík­is­ráðherra Svía og Tékka

mbl.is