Enginn raunverulegur áhugi á ESB

Evrópuþingið í Strasbourg.
Evrópuþingið í Strasbourg. Norden.org

„Það vant­ar raun­veru­lega umræðu og það er skort­ur á upp­lýs­ing­um. Það er eng­inn raun­veru­leg­ur áhugi á Íslandi á því að ræða um mál­efni Evr­ópu­sam­bands­ins,“ seg­ir fréttamaður­inn Þorfinn­ur Ómars­son í viðtali við vefsíðu Evr­ópuþings­ins spurður að því hvenær kunni að koma að því að viðræðurn­ar um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið hefj­ist að nýju. Það viti eng­inn. Hann seg­ist ekki reikna með því að ís­lenski fán­inn eigi eft­ir að blakta fyr­ir utan Evr­ópuþingið í nán­ustu framtíð.

Þar er skír­skotað til þeirr­ar ákvörðunar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna að hægja á viðræðunum og vinna aðeins með þá viðræðukafla sem þegar er byrjað að ræða form­lega en opna ekki nýja kafla. Fram kem­ur að Evr­ópu­sam­bandið og ís­lensk stjórn­völd hafi kom­ist að sam­komu­lagi um að hefja viðræðurn­ar aft­ur þegar rétti tím­inn komi til þess en eng­inn viti hins veg­ar hvenær það kunni að verða.

Óvissa um margt varðandi ESB

„Við þurf­um að vita hvernig sam­eig­in­leg fisk­veiðistefna Evr­ópu­sam­bands­ins verður. Það ligg­ur ekki fyr­ir. Við þurf­um að vita hvernig banka­banda­lagið mun líta út. Það hef­ur ekki verið ákveðið. Slík atriði og sjá hvort sam­bandið kom­ist út úr þess­um efna­hagserfiðleik­um. Ef það tekst gæti það haft já­kvæð áhrif,“ seg­ir Þorfinn­ur enn­frem­ur og vís­ar til yf­ir­stand­andi end­ur­skoðunar sjáv­ar­út­vegs­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins og áforma um banka­banda­lag inn­an þess.

Einnig er rætt við Cristian Dan Preda, þing­mann á Evr­ópuþing­inu sem haldið hef­ur utan um um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið fyr­ir hönd ut­an­rík­is­nefnd­ar þings­ins, og haft eft­ir hon­um að sam­bandið gæti lært mikið af Íslend­ing­um og að reynsla þeirra af sjáv­ar­út­vegs­mál­um eigi eft­ir að koma sér vel fyr­ir það. Hliðstæð sjón­ar­mið koma einnig fram hjá Ind­rek Tarand sem einnig á sæti á Evr­ópuþing­inu. Ísland geti lagt mikið að mörk­um til sjálf­bærr­ar nýt­ing­ar nátt­úru­auðlinda.

Stuðnings­menn inn­göngu svart­sýn­ir

„Eins og staðan er hér á Íslandi er eng­inn stuðnings­maður inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið bjart­sýnn á að til henn­ar eigi eft­ir að koma þar sem þing­kosn­ing­ar eru aðeins eft­ir tólf vik­ur og aðeins einn stjórn­mála­flokk­ur tal­ar fyr­ir inn­göngu,“ er enn­frem­ur haft eft­ir Magnúsi Geir Eyj­ólfs­syni, rit­stjóra vef­rits­ins Eyj­an.is.

Þá er fjallað um stöðu efna­hags­mála á Íslandi og að þró­un­in hér hafi að mörgu leyti orðið betri en inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og at­vinnu­leysi tekið sem dæmi sem sé til­tölu­lega lítið hér miðað við það sem ger­ist víða inn­an sam­bands­ins. Þá gangi vel í helstu at­vinnu­grein lands­ins, sjáv­ar­út­vegi. Íslend­ing­ar spyrji sig því þeirr­ar spurn­ing­ar hvers vegna þeir eigi að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Ekki síst þegar sam­bandið er að ganga í gegn­um verstu erfiðleika sína til þessa.

Viðtalið í heild

mbl.is