Þarf pólitískan vilja til að ljúka viðræðunum

AFP

„Póli­tísk­ur vilji þarf að vera til staðar svo hægt sé að ljúka viðræðunum með ár­ang­urs­rík­um hætti og leyfa Íslend­ing­um að tjá af­stöðu sína til inn­göngu í þjóðar­at­kvæðagreiðslu,“ seg­ir Cristian Dan Preda, sem held­ur utan um um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið fyr­ir hönd ut­an­rík­is­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins, á heimasíðu evr­ópska þing­flokks­ins Europe­an Peop­le's Party (EPP).

Er þar vísað til þeirr­ar ákvörðunar ís­lenskra stjórn­valda fyrr á þessu ári að hægja á viðræðunum um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Haft er eft­ir Preda að hann sé sátt­ur við það hvernig Ices­a­ve-deil­an hafi farið og leggi enn­frem­ur áherslu á að mak­ríl­deil­an verði leyst sem allra fyrst. Þá seg­ir að viðræðurn­ar um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið hafi gengið vel til þessa og 27 af 35 viðræðukafl­ar verið opnaðir. Þar af hafi 11 verið lokað til bráðabirgða.

„Hins veg­ar hef­ur verið sýnt fram á það að þeir sem óttuðust það fyr­ir þrem­ur árum að Ísland myndi fær­ast fram fyr­ir í röðinni og ganga í Evr­ópu­sam­bandið á und­an Króa­tíu höfðu rangt fyr­ir sér,“ seg­ir Preda. Inn­ganga í sam­bandið byggi á því hversu fljótt ríki upp­fylla skil­yrði henn­ar og eng­ar styttri leiðir séu í boði í þeim efn­um.

Frétt á heimasíðu EPP

mbl.is

Bloggað um frétt­ina