Varasamt inngrip ríkisins

Fiskveiðifloti í Reykjavíkurhöfn.
Fiskveiðifloti í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Ómar

Nýtt frum­varp um stjórn fisk­veiða fær­ir sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra of víðtæk völd til ráðstöf­un­ar afla­heim­ilda úr pott­um á kostnað hag­kvæmni og arðsemi í sjáv­ar­út­vegi.

Úthlut­un­in skap­ar jafn­framt þá hættu að fé­lög með lak­ari rekst­ur fái aðstoð á kostnað fé­laga sem eru bet­ur rek­in og eru ekki tal­in þurfa aðstoð. Hin op­in­bera aðstoð kann að fjölga störf­um en mun leiða til óhag­kvæm­ari rekst­urs og fjár­fest­inga í grein­inni.

Á þenn­an veg má draga sam­an um­sögn end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Deloitte á frum­varpi um stjórn fisk­veiða sem rík­is­stjórn­in stefn­ir á að af­greiða á þessu þingi. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að sér­fræðing­ar Deloitte telja að hin nei­kvæðu áhrif af inn­gripi rík­is­ins í sjáv­ar­út­veg­inn muni koma niður á lífs­kjör­um al­menn­ings í land­inu og auka byrðar á út­gerðir sem marg­ar hverj­ar séu að slig­ast vegna veiðigjalda, skatt­lagn­ing­ar sem eigi eft­ir að aukast veru­lega á næstu árum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: