Yfir 40 umsagnir - flestar gagnrýnar

mbl.is

Alls bár­ust yfir 40 um­sagn­ir til at­vinnu­vega­nefnd­ar um frum­varp at­vinnu­vegaráðherra um stjórn fisk­veiða.

Nefna má um­sagn­ir Lands­bank­ans, Ari­on banka, Íslands­banka, Alþýðusam­bands Íslands, ým­issa sveit­ar­fé­laga og stétt­ar­fé­laga og LÍÚ, SA og SF í sam­ein­ingu. Flest­ar eru gagn­rýn­ar á frum­varpið og vinnu­brögð við meðferð máls­ins.

Í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur meðal ann­ars fram, að marg­ir byggja álit sín á um­sögn­um um fyrri frum­vörp sama efn­is eða vísa til þeirra. Frum­varpið var lagt fram á þingi 31. janú­ar sl., en bygg­ist á eldri frum­vörp­um, sem lögð hafa verið fram á kjör­tíma­bil­inu. Málið var af­greitt úr nefnd­inni í fyrra­kvöld. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort og þá hvenær málið verður tekið til annarr­ar umræðu á Alþingi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: