Vilja vita hvort ESB ætlar að refsa Íslandi

Evrópuþingið í Strasbourg.
Evrópuþingið í Strasbourg. AFP

Full­trú­ar sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins lögðu í síðustu viku fram fyr­ir­spurn til fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem farið er fram á svör við því hvort til standi að beita Íslend­inga og Fær­ey­inga viðskiptaþving­un­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar eða hvort hætt hafi verið við þau áform.

Fyr­ir­spurn­in er í fjór­um liðum og var bor­in upp af Gabriel Mato Adrover, for­manni sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins, og Pat the Cope Gallag­her, sem sæti á í nefnd­inni en hann er einnig ann­ar formaður sam­eig­in­legr­ar þing­manna­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins og Alþing­is vegna um­sókn­ar Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið.

Mak­ríl­deil­an er rifjuð upp í for­mála fyr­ir­spurn­ar­inn­ar út frá sjón­ar­hóli Evr­ópu­sam­bands­ins. Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar hafi ein­hliða út­hlutað sér mak­ríl­kvóta sem nemi rúm­lega helm­ingi þess kvóta sem vís­inda­menn hafi ráðlagt. Þá hafi Fær­ey­ing­ar dregið sig út úr sam­komu­lagi um síld­veiðar og gefið í skyn að þeir hygg­ist auka mjög síld­veiðar sín­ar.

Látið hjá líða að beita viðskiptaþving­un­um

Fram kem­ur að þessi óá­byrga hegðun þjóðanna tveggja hafi valdið út­gerðarmönn­um inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins mikl­um skaða og minnt á að Evr­ópu­sam­bandið hafi sett reglu­gerð síðastliðið haust til þess að bregðast við slík­um aðstæðum. Til þessa hafi fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hins veg­ar látið hjá líða að beita þeim aðgerðum sem reglu­gerðin heim­ili gegn Íslandi og Fær­eyj­um.

Spurt er að því hvenær fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins ætli að nýta þá heim­ild sem henni hafi verið veitt af Evr­ópuþing­inu og ráðherr­aráði sam­bands­ins til þess að grípa til viðskiptaþving­ana gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um.

Enn verið að skoða laga­leg­ar hliðar þving­ana?

Enn­frem­ur er spurt að því hvort það sé rétt „að lög­fræðiþjón­usta fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar sé enn að fara yfir skil­yrði þess að beita viðskiptaþving­un­um gagn­vart Íslandi og Fær­eyj­um? Ef það er raun­in, get­ur fram­kvæmda­stjórn­in upp­lýst ná­kvæm­lega hvaða skil­yrði eru til skoðunar? Hvenær mun því ferli ljúka?“

Þá er fram­kvæmda­stjórn­in innt svara við því til hvaða aðgerða hún hyggst grípa til þess að stöðva „ósjálf­bær­ar og óá­byrg­ar“ mak­ríl­veiðar Íslend­inga og Fær­ey­inga verði ákveðið að grípa ekki þegar í stað til viðskiptaþving­ana gegn þeim. Að end­ingu er síðan spurt að því hvernig fram­kvæmda­stjórn­in ætli að breg­ast við ákvörðun Fær­ey­inga um að segja sig frá sam­komu­lagi um síld­veiðar og fyr­ir­ætl­un­um þeirra um að taka sér þess í stað ein­hliða síld­arkvóta.

Sam­kvæmt því sem næst verður kom­ist hef­ur fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins ekki svarað þess­um spurn­ing­um sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins.

Fyr­ir­spurn sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins

Wikipedia
mbl.is

Bloggað um frétt­ina