1.294 mál um heimilisófrið í fyrra

Heimilisofbeldi gegn konum var algengara á Suðurnesjum en öðrum landsvæðum.
Heimilisofbeldi gegn konum var algengara á Suðurnesjum en öðrum landsvæðum. mbl.is/Sverrir

Lögreglan skráði 1.294 atvik um heimilisófrið á síðasta ári. Þar af voru 327 atvik þar sem ofbeldi var beitt og eru það lítillega fleiri atvik en áður hafa verið skráð á ársgrundvelli frá því samræmdar verklagsreglur voru teknar upp árið 2007.

Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokks, um heimilisofbeldi.

Ríkisstjórnin samþykkti í september 2006 aðgerðaáætlun um ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum sem tók til áranna 2006-2011. Í svari ráðherra kemur meðal annars fram að á þessum tíma hafi fræðsla verið aukin með útgáfu fræðslurita og að gerðar hafi verið sex rannsóknir á heimilisofbeldi á Íslandi. Rannsókn sýndi að heimilisofbeldi gegn konum var algengara á Suðurnesjum en öðrum landsvæðum og því hafi verið farið í sérstakt átaksverkefni þar. Annars var lítill munur á tíðni heimilisofbeldis á milli landsvæða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: