Vilja herða refsingar við nauðgunum

Á undanförnum mánuðum hefur meðferð kynferðisbrotamála verið harðlega mótmælt á …
Á undanförnum mánuðum hefur meðferð kynferðisbrotamála verið harðlega mótmælt á Indlandi. AFP

Neðri deild indverska þingsins samþykkti í dag frumvarp sem kveður á um strangari refsingar við nauðgunum og öðrum kynferðisbrotum. Frumvarpið var lagt fram eftir að ung kona lést eftir að hafa verið nauðgað í strætisvagni af hópi karlmanna.

Í frumvarpinu er einnig lagt til að refsingar verði við ofsóknum, káfi, sýruárásum og því að bera kynfæri sín á almannafæri.

mbl.is