Skosku uppsjávarsamtökin áttu fulltrúa í uppsjávarútvegssendinefnd Evrópusambandsins sem hitti Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB í gær, þann 26. mars, til að koma á framfæri alvarlegum áhyggjum varðandi áframhaldandi þrátefli í þeirri viðleitni að ná alþjóðlegum samningi í Norður-Atlantshafi um makrílveiðar. Sendinefndin hvatti Damanaki einnig til þess að beita sé fyrir því að koma á refsiaðgerðum gegn Íslandi og Færeyjum.
Frá þessu greinir vefurinn fishnewseu.com í dag.
Sendinefnd Evrópusambandsins, sem í eru fulltrúar frá Skotlandi, Írlandi, Danmörku og Hollandi, lýsti yfir miklum áhyggjum af ástandinu og hvatti sjávarútvegsstjórann til að koma á refsiaðgerðum með skjótum og árangursríkum hætti í samræmi við heimild sem gefin var af Evrópuþinginu og Ráðherraráðinu gegn Íslendingum og Færeyingum með því markmið að koma á sjálfbærri stjórn fiskistofna.
Fundurinn var settur upp til að ræða ástandið á uppsjávarveiðum á makríl þar sem Íslendingar hafa sett kvóta fyrir árið 2013 upp á 123.000 tonn eða 22,7 á þeim veiðum sem ráðlagaðar voru á árinu og þar sem Færeyingar ákváðu í vikunni að gefa út kvóta upp á 159.000 tonn eða 29,3% af ráðlögðum veiðum ársins. Þetta þýðir að báðar þjóðir ætla sér að veiða 52% af því sem ráðlagt var á árinu en árið 2006 voru sameiginlegar veiðar þessara þjóða 5% af heildarveiðum á makríl.
Færeyingar ákváðu einnig í gær að gefa út kvóta fyrir Norsk-Íslensku síldina eftir að hafa stigið út úr fimmhliða viðræðum við Noreg, Evrópusambandið, Ísland og Rússland um skiptingu veiða í janúar á þessu ári. Heildar kvóti sem þeir gáfu út á stofninum var 105.000 tonn sem er meira en þrisvar það magn sem þeim var ætlað í samningaviðræðunum.
Sjávarútvegsstjórinn og fulltrúar sendinefndarinnar lýstu yfir þungum áhyggjum sínum af stöðu mála og sögðu aðgerðir þjóðanna tveggja forkastanlegar. Bentu þeir á reglugerð nr. 1026/2012 sem tókst meðal ráðherraráðsins og Evrópuþingsins í október 2010 sem gefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leyfi til að setja þungar viðskiptahömlur á lönd sem halda áfram ósjálfbærum og óábyrgum veiðum á deilistofnum ESB og annarra ríkja.
Ian Gatt, framkvæmdastóri skosku uppsjávarsamtakanna sagði: „Við sögðum sjávarútvegsstjóranum að hinar ósjálfbæru veiðar sem Íslendingar og Færeyingar stunda megi ekki viðgangast lengur og að það yrði að taka þá þegar til þeirra ráða að setja koma á viðskiptaþvingunum sem verði vonandi til þess að ná ásættanlegri niðurstöðu við þjóðirnar. Sú kvöð er bæði á Íslendingum og Færeyingum að koma aftur að samningaborðinu en enn sem komið er hafa hvorug þjóð sýnt nokkurn vilja til þess.“