Vilja viðskiptaþvinganir á Ísland

Íslendingar gáfu út 123.000 tonna kvóta í ár á makríl. …
Íslendingar gáfu út 123.000 tonna kvóta í ár á makríl. Færeyingar gáfu út 159.000 tonna kvóta í ár. mbl.is/Helgi Bjarnason

Skosku upp­sjáv­ar­sam­tök­in áttu full­trúa í upp­sjáv­ar­út­vegs­sendi­nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins sem hitti Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra ESB í gær, þann 26. mars, til að koma á fram­færi al­var­leg­um áhyggj­um varðandi áfram­hald­andi þrá­tefli í þeirri viðleitni að ná alþjóðleg­um samn­ingi í Norður-Atlants­hafi um mak­ríl­veiðar. Sendi­nefnd­in hvatti Dam­anaki einnig til þess að beita sé fyr­ir því að koma á refsiaðgerðum gegn Íslandi og Fær­eyj­um.

Frá þessu grein­ir vef­ur­inn fis­hnew­seu.com í dag.

Sendi­nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins, sem í eru full­trú­ar frá Skotlandi, Írlandi, Dan­mörku og Hollandi, lýsti yfir mikl­um áhyggj­um af ástand­inu og hvatti sjáv­ar­út­vegs­stjór­ann til að koma á refsiaðgerðum með skjót­um og ár­ang­urs­rík­um hætti í sam­ræmi við heim­ild sem gef­in var af Evr­ópuþing­inu og Ráðherr­aráðinu gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um með því mark­mið að koma á sjálf­bærri stjórn fiski­stofna.

Fund­ur­inn var sett­ur upp til að ræða ástandið á upp­sjáv­ar­veiðum á mak­ríl þar sem Íslend­ing­ar hafa sett kvóta fyr­ir árið 2013 upp á 123.000 tonn eða 22,7 á þeim veiðum sem ráðlagaðar voru á ár­inu og þar sem Fær­ey­ing­ar ákváðu í vik­unni að gefa út kvóta upp á 159.000 tonn eða 29,3% af ráðlögðum veiðum árs­ins. Þetta þýðir að báðar þjóðir ætla sér að veiða 52% af því sem ráðlagt var á ár­inu en árið 2006 voru sam­eig­in­leg­ar veiðar þess­ara þjóða 5% af heild­ar­veiðum á mak­ríl.

Fær­ey­ing­ar ákváðu 105.000 tonna kvóta á síld

Fær­ey­ing­ar ákváðu einnig í gær að gefa út kvóta fyr­ir Norsk-Íslensku síld­ina eft­ir að hafa stigið út úr fimm­hliða viðræðum við Nor­eg, Evr­ópu­sam­bandið, Ísland og Rúss­land um skipt­ingu veiða í janú­ar á þessu ári. Heild­ar kvóti sem þeir gáfu út á stofn­in­um var 105.000 tonn sem er meira en þris­var það magn sem þeim var ætlað í samn­ingaviðræðunum.
Sjáv­ar­út­vegs­stjór­inn og full­trú­ar sendi­nefnd­ar­inn­ar lýstu yfir þung­um áhyggj­um sín­um af stöðu mála og sögðu aðgerðir þjóðanna tveggja forkast­an­leg­ar. Bentu þeir á reglu­gerð nr. 1026/​2012 sem tókst meðal ráðherr­aráðsins og Evr­ópuþings­ins í októ­ber 2010 sem gef­ur Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins leyfi til að setja þung­ar viðskipta­höml­ur á lönd sem halda áfram ósjálf­bær­um og óá­byrg­um veiðum á deili­stofn­um ESB og annarra ríkja.

Vill þvinga þjóðirn­ar að samn­inga­borðinu

Ian Gatt, fram­kvæmda­stóri skosku upp­sjáv­ar­sam­tak­anna sagði: „Við sögðum sjáv­ar­út­vegs­stjór­an­um að hinar ósjálf­bæru veiðar sem Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar stunda megi ekki viðgang­ast leng­ur og að það yrði að taka þá þegar til þeirra ráða að setja koma á viðskiptaþving­un­um sem verði von­andi til þess að ná ásætt­an­legri niður­stöðu við þjóðirn­ar. Sú kvöð er bæði á Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um að koma aft­ur að samn­inga­borðinu en enn sem komið er hafa hvor­ug þjóð sýnt nokk­urn vilja til þess.“

Framkvæmdastjórn ESB er kvött til að beita viðskiptaþvingunum á Ísland …
Fram­kvæmda­stjórn ESB er kvött til að beita viðskiptaþving­un­um á Ísland og Fær­eyj­ar. AFP
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins.
Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins. mbl.is
mbl.is