Kvótinn verði aukinn

Hrund SH og Brimsvala SH lönduðu í Reykjavíkurhöfn í gær. …
Hrund SH og Brimsvala SH lönduðu í Reykjavíkurhöfn í gær. Vel veiddist í gær og fengust samtals 2,9 tonn af þorski og ufsa á handfæri. mbl.is/Árni Sæberg

Ástand þorsk­stofns­ins er gott, að því er fram kem­ur í niður­stöðum stofn­mæl­ing­ar botn­fiska, svo­kallaðs vorralls. Útvegs­menn von­ast til að afla­mark í þorski verði aukið.

Stofn­vísi­tala þorsks mæld­ist há og eru vísi­töl­ur þessa árs og þess síðasta þær hæstu í ald­ar­fjórðung. Niður­stöðurn­ar eru mjög í sam­ræmi við fyrra stofn­mat Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar. „Fisk­ur­inn er að stækka og þorsk­ur­inn kom­inn í meðalþyngd,“ seg­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Hafró. Stofn­vísi­tala ýsu er svipuð og verið hef­ur í vorralli frá 2010 og því mun lægri en var í nokk­ur ár þar á und­an.

Þorskkvót­inn var auk­inn um 19 þúsund tonn við upp­haf nú­ver­andi fisk­veiðitíma­bils og er 196 þúsund tonn, að ráði vís­inda­manna. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, að niður­stöður vorralls­ins staðfesti styrk þorsk­stofns­ins. Von­ast hann til að kvót­inn verði auk­inn í sam­ræmi við áætlan­ir Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar frá því í júní í fyrra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: