Stoðir evrusvæðisins ótraustar

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Ragnar Axelsson

Evru­svæðið hvíl­ir á ótraust­um stoðum sem end­ur­spegla grund­vall­argalla í fyr­ir­komu­lagi myntsam­starfs­ins. Þetta er skoðun Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og for­manns Alþýðuflokks­ins.

Jón Bald­vin lýsti yfir þess­ari skoðun sinni á málþingi á veg­um alþjóðamála- og stjórn­mála­fræðideild­ar Há­skól­ans í Vilnius á þriðju­dag­inn var en hann birti í gær minn­ispunkta úr ræðunni á vefsíðu sinni.

Jón Bald­vin skipti ræðu sinni í fjóra hluta og spurði í þeim síðasta hvers kon­ar vandi steðjaði að evru­svæðinu.

Bar hann þar sam­an stöðu Kali­forn­íu­rík­is í Banda­ríkj­un­um og evru­rík­is­ins Grikk­lands.

Kali­forn­ía væri í raun gjaldþrota en nyti stuðnings Banda­ríkja­stjórn­ar og seðlabanka lands­ins.

Hvert og eitt sam­bands­ríki Banda­ríkj­anna þyrfti ekki að ótt­ast að markaðirn­ir gerðu áhlaup á þau ef þau stæðu höll­um fæti fjár­hags­lega, enda hefði al­rík­is­stjórn­in í Washingt­on og seðlabank­inn tæki í sínu vopna­búri til að hrinda slík­um áhlaup­um.

Þrír grund­vall­argall­ar

Jón Bald­vin tel­ur þetta sýna fram á þrjá grund­vall­argalla í upp­bygg­ingu evru­svæðis­ins.

Í fyrsti lagi þurfi Seðlabanki Evr­ópu að hafa heim­ild til að vera lán­veit­andi til þrauta­vara til aðild­ar­ríkj­anna.

Í öðru lagi þurfi bank­inn að geta haft stjórn á magni pen­inga í um­ferð með því að gefa út skulda­bréf og kaupa þau af aðild­ar­ríkj­um.

Í þriðja lagi þurfi miðlægt vald - þ.e. yfir evru­svæðinu - að hafa tæki til að stuðla að lág­marks sam­hæf­ingu og stjórn­un pen­inga­stjórn­un­ar inn­an mynt­banda­lags­ins, í því skyni að tryggja stöðug­leika á evru­svæðinu.

Tel­ur Jón Bald­vin að Seðlabanki Evr­ópu þurfi að hafa vald til að koma veik­ari aðild­ar­ríkj­um evru­svæðis­ins til hjálp­ar í kreppu og tryggja þannig að lán­töku­kostnaður þeirra rjúki ekki upp úr öllu valdi vegna van­trausts markaða.

Jón Bald­vin sagði að arki­tek­ar evru­svæðis­ins, á borð við Frakk­ann Jacqu­es Del­ors, hafi gert sér grein fyr­ir þess­um ágöll­um en að menn hafi bund­ir von­ir við að þeir yrðu sniðnir af með tím­an­um. Andstaða Þjóðverja við frek­ari samruna hafi þar komið við sögu en skilja má á minn­ispunkt­um Jón Bald­vins að hann reki það meðal ann­ars til bit­urr­ar reynslu Þjóðverja af verðbólgu á 20. öld.

„Þetta voru mis­tök sem við greiðum nú dýru verði fyr­ir. Evru­svæðið er því eins og hálf­byggt hús, ófull­gert og á ótraust­um grunni,“ sagði Jón Bald­vin meðal ann­ars í laus­legri þýðingu úr ræðunni sem var á ensku.

Tel­ur Jón Bald­vin að aðgerðir til handa evru­svæðinu að und­an­förnu gangi of skammt og séu að óbreyttu dæmd­ar til að mistak­ast. Stuðla þurfi að frek­ari samruna og sam­hæf­ingu efna­hags­kerf­anna.

Þess má geta að Bald­ur Þór­halls­son, Jean Monn­et-pró­fess­or í Evr­ópu­fræðum við Há­skóla Íslands og varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var einnig meðal ræðumanna í Vilnius.

mbl.is