60 milljarðar úr makríl

Útflutn­ings­verðmæti mak­rílaf­urða frá Íslandi und­an­far­in þrjú ár er sam­tals meira en 60 millj­arðar króna. Þar er um að ræða fryst­an mak­ríl til mann­eld­is, mjöl og lýsi.

Árið 2011 fékkst mjög gott verð fyr­ir mak­rílaf­urðir á mörkuðum, bæði fyr­ir fryst­an mak­ríl til mann­eld­is og eins mjöl og lýsi. Það ár var slegið afla­met í mak­ríl og mik­il aukn­ing varð á fryst­ingu afurða til mann­eld­is, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

„Ég vona að markaðirn­ir verði þokka­leg­ir,“ sagði Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað, þegar hann var spurður hvernig hann mæti horf­urn­ar á þessu ári. Hann sagði þó erfitt að spá um það fyrr en eft­ir sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­una í Brus­sel sem hald­in verður í næstu viku. Þar munu kaup­end­ur og selj­end­ur mak­rílaf­urða hitt­ast.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: