Viðskiptaþvinganir enn á borðinu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. mbl.is/ESB

„Sá mögu­leiki að beita viðskiptaþving­un­um er vit­an­lega enn á borðinu,“ sagði Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, í umræðum í Evr­ópuþing­inu síðastliðinn mánu­dag og vísaði þar til þving­ana gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Hins veg­ar væri mik­il­vægt að farið yrði vand­lega yfir þær laga­legu for­send­ur sem þyrfti að upp­fylla vegna slíkra aðgerða og tíma­setn­ingu þeirra.

„Við erum að ræða all­ar mögu­leg­ar leiðir vegna mak­ríls­ins við aðild­ar­rík­in. Í næstu viku funda ég með norska [sjáv­ar­út­vegs-]ráðherr­an­um með það fyr­ir aug­um að kom­ast að niður­stöðu,“ sagði hún enn­frem­ur sam­kvæmt frétta­vefn­um Fis­hnews.eu í gær og bætti við að þegar hefði verið farið yfir það hvernig slík­ar viðskiptaþving­an­ir yrðu fram­kvæmd­ar í því skyni að flýta fyr­ir ákvörðun­ar­töku ef til þess kæmi að gripið yrði til slíkra aðgerða.

Dam­anaki sagði að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins fylgd­ist náið með mál­inu og að verið væri að skoða ýmsa mögu­leika í stöðunni. Eng­inn mögu­leiki hefði verið úti­lokaður í því sam­bandi enn sem komið væri. „Við mun­um halda áfram að beita öll­um mögu­leg­um leiðum til þess að setja póli­tísk­an þrýst­ing á Ísland og Fær­eyj­ar ásamt sam­starfs­mönn­um okk­ar í Nor­egi.“

Frétt Fis­hnews.eu

mbl.is