Nauðgunum var mótmælt í Nýju-Delhí í dag en fimm ára gömul stúlka er á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í borginni eftir að henni var nauðgað með hrottalegum hætti í liðinni viku. Læknar segja að hún sýni einhver batamerki og sé ekki lengur í lífshættu.
Stúlkunni var rænt þegar hún var að leika sér fyrir utan heimili sitt í borginni. Henni hafði verið haldið í læstu herbergi í tvo sólarhringa þegar hún fannst eftir að vegfarandi heyrði hana gráta og gerði lögreglu viðvart. Stúlkan var með sár á hálsi sem benti til þess að reynt hefði verið að kyrkja hana.
Teymi færustu lækna í Nýju-Delhí gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þess að bjarga lífi barnsins en ástand hennar er sagt stöðugt.
Í desember lést rúmlega tvítug indversk stúlka eftir að henni hafði verið nauðgað á hrottalegan hátt í borginni. Í kjölfarið brutust út mótmæli víða um Indland þar sem fólk var búið að fá sig fullsatt á ofbeldi sem stúlkur og konur þurfa oft að búa við í landinu.
Starfsmaður í fataverksmiðju var í gær handtekinn grunaður um að hafa stúlkunni fanginni í fjörutíu klukkustundir og veitt henni skelfilega innvortis áverka.
Stúlkan er komin með meðvitund að sögn lækna og er byrjuð að tala við foreldra sína. Hún er ekki lengur talin í lífshættu þrátt fyrir það eru áverkarnir hafi verið skelfilegir sem maðurinn veitti henni.