Í næstu viku verður auglýst útboð nýrrar brúar yfir Múlakvísl sem kemur í stað brúarinnar sem skemmdist í jökulhlaupi sumarið 2011. Verður ný brú tæpum 300 metrum austan við bráðabirgðabrúna, sem byggð var árið 2011. Nýja brúin verður eftirspennt bitabrú í sex höfum, 162 metra löng. Haflengdir verða 16, 43, 44, 43 og 16 metrar. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en unnið hefur verið nýtt tölvugert myndaband sem sýnir hvernig nýja brúin kemur til með að líta út.
Myndbandið má sjá hér að neðan: