Útboð í nýja Múlakvíslabrú í næstu viku

Tölvugerð mynd sem sýnir hvernig nýja brúin kemur til með …
Tölvugerð mynd sem sýnir hvernig nýja brúin kemur til með að líta út.

Í næstu viku verður aug­lýst útboð nýrr­ar brú­ar yfir Múla­kvísl sem kem­ur í stað brú­ar­inn­ar sem skemmd­ist í jök­ul­hlaupi sum­arið 2011. Verður ný brú tæp­um 300 metr­um aust­an við bráðabirgðabrúna, sem byggð var árið 2011. Nýja brú­in verður eft­ir­spennt bita­brú í sex höf­um, 162 metra löng. Haflengd­ir verða 16, 43, 44, 43 og 16 metr­ar. Þetta kem­ur fram á vef Vega­gerðar­inn­ar, en unnið hef­ur verið nýtt tölvu­gert mynda­band sem sýn­ir hvernig nýja brú­in kem­ur til með að líta út.

Mynd­bandið má sjá hér að neðan:

mbl.is