Mega landa 12.000 tonnum af makríl

Makríll.
Makríll.

Græn­lend­ing­um hef­ur verið heim­ilað að landa tólf þúsund tonn­um af mak­ríl hér á landi í sum­ar.

Þá hef­ur verið ákveðið að Íslend­ing­ar muni aðstoða við rann­sókn­ir á mak­ríl og fer haf­rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son inn í græn­lenska lög­sögu í sam­eig­in­leg­um tog­leiðangri Íslend­inga, Norðmanna og Fær­ey­inga í sum­ar.

Með þessu ættu að fást betri upp­lýs­ing­ar um út­breiðslu­svæði mak­ríls og hvort og þá hversu mikið af mak­ríl geng­ur inn í græn­lenska lög­sögu.

Græn­lend­ing­ar ákváðu fyr­ir nokkru að heim­ila veiðar á fimmtán þúsund tonn­um af mak­ríl í ár. Þeir fóru jafn­framt fram á að mega landa þess­um afla á Íslandi þar sem aðstaða er tak­mörkuð á aust­ur­strönd Græn­lands til að taka á móti afl­an­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: