Lögregla á Indlandi hefur handtekið indverskan kaupsýslumann sem grunaður er um að hafa nauðgað bandarískri konu sem vann að hjálparstörfum á Indlandi.
Konan, sem er á fimmtugsaldri, kærði manninn til lögreglu fyrir nauðgun. Maðurinn er um fertugt, en hann er efnaður kaupsýslumaður. Konan segir að maðurinn hafi brotið gegn sér 15. apríl. Hún segir að hann hafi haft í hótunum við hana ef hún hefði samband við lögreglu.
Kynferðislegt ofbeldi gegn konum hefur verið mikið til umfjöllunar á Indlandi í kjölfar þess að hópur manna nauðgaði konu í strætisvagni þegar hún var á leið heim úr kvikmyndahúsi. Hún lést af sárum sínum. Í þessum mánuði var mikið fjallað um mál fimm ára stúlku sem var rænt og nauðgað.