Nýjar aflareglur staðfestar

mbl.is/Sigurður Bogi

Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) hef­ur staðfest að til­lög­ur ís­lenskra stjórn­valda um nýt­ingaráætl­un og afla­regl­ur fyr­ir ýsu og ufsa stand­ist alþjóðleg­ar kröf­ur um sjálf­bær­ar nýt­ingaráætlan­ir fyr­ir fiski­stofna.

Stjórn­völd hafa unnið til­lög­ur sín­ar í sam­ráði við Haf­rann­sókna­stofn­un og full­trúa sjáv­ar­út­veg­ar­ins und­an­farið ár og óskuðu svo álits ICES á hvort þær stæðust alþjóðleg viðmið um sjálf­bærni og lang­tíma­afrakst­ur.

Regl­an fyr­ir ufsa kveður á um að heim­ilt verði að veiða 20% af viðmiðun­ar­stofn­in­um, það er af fiski fjög­urra ára og eldri. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóra Hafró, meðal ann­ars, að afla­regl­an fyr­ir ýsu sé flókn­ari, það helg­ist af breyti­leika í vaxt­ar­hraða henn­ar. Gert er ráð fyr­ir að veiða megi 40% af 45 senti­metra löng­um fiski og stærri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: