Dýrt að byrja strandveiðar frá grunni

Ólafur Helgi á leið í róður á bát sínum.
Ólafur Helgi á leið í róður á bát sínum. mbl.is/Alfons

Yfir 400 um­sókn­ir hafa borist Fiski­stofu um strand­veiðileyfi, en veiðarn­ar mega hefjast í dag. Meðal þeirra sem leggja úr höfn ár­deg­is ef veður leyf­ir er Ólaf­ur Helgi Ólafs­son, sem rær á báti sín­um Glað SH 267 frá Ólafs­vík.

Hann seg­ir að mik­ill fjöldi muni stunda strand­veiðarn­ar frá Snæ­fellsnesi og trillukalla ann­ars staðar frá hafi drifið að síðustu daga. „Það er svo mik­ill fjöldi báta hér á vest­ur­svæðinu að við fáum ekki marga daga í hverj­um mánuði og mér finnst að það mætti gjarn­an breyta þess­ari skipt­ingu eitt­hvað,“ seg­ir Ólaf­ur.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ólaf­ur af­kom­una þó ekk­ert til að hrópa húrra fyr­ir. „Það verður ekki mikið eft­ir því það fer ótrú­lega mikið í sjálft sig, alls kon­ar gjöld, eft­ir­lit og búnað. Ég skil ekki hvernig menn fara að þessu sem þurfa að byrja frá grunni og kaupa bát og búnað. Startið í þessu er ekk­ert sem venju­leg­ur maður ræður við, til þess að geta byrjað frá núlli þurfa menn að sitja á pen­inga­hrúgu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: