Talið er að hátt í 200 smábátar hafi haldið til strandveiða í gær er veiðarnar máttu hefjast, en víða við landið gaf ekki á sjó vegna veðurs.
Alls höfðu 465 umsóknir um leyfi borist Fiskistofu í gær sem er talsvert færra en var í fyrra.
Hins vegar voru í gær komnar um 220 umsóknir frá mönnum sem vilja á krókaveiðar á makríl, en í fyrra voru aðeins 16 bátar á slíkum veiðum.