Ferðaþjónustan mótmælir hvalveiðum

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Stjórn Ferðamála­sam­taka Íslands mót­mæl­ir harðlega þeirri ákvörðun Kristjáns Lofts­son­ar að hefja hval­veiðar enn á ný. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

„Þær ósjálf­bæru hval­veiðar sem hér eru stundaðar ganga í ber­högg við skil­grein­ing­una á sjálf­bærri nýt­ingu auðlinda og eru jafn­framt stundaðar í al­gjörri and­stöðu við álykt­an­ir ferðaþjón­ust­unn­ar, m.a. á aðal­fund­um SAF und­an­far­in ár.

Ferðaþjón­ust­an og stjórn­völd hafa staðið sam­eig­in­lega að vönduðu markaðsátaki Ísland allt árið sem er að skila veru­legri fjölg­un ferðamanna, þ.á.m. met­fjölda í hvala­skoðun­ar­ferðir. Til­gang­ur þessa verk­efn­is var að fjölga heilárs­störf­um og styrkja stoðir at­vinnu­grein­ar­inn­ar. Það er því í hæsta máta sér­kenni­legt að sér­hag­mun­ir eins aðila gangi fyr­ir al­manna­hags­mun­um auk þess sem veiðarn­ar eru stundaðar í al­gjörri and­stöðu við okk­ar helstu viðskipta­lönd.

Fyr­ir ligg­ur að hvala­skoðun um land allt skil­ar mun meiri verðmæt­um til þjóðarbús­ins en hval­veiðar munu nokkru sinni gera. Ferðamála­sam­tök Íslands benda á að eina leiðin til sjálf­bær­ar nýt­ing­ar hvala­stofn­anna hér við land er að sýna þá með ábyrg­um hætti er­lend­um og inn­lend­um ferðamönn­um. þ.e. hval­irn­ir eru mun meira virði lif­andi en dauðir.

Hval­veiðar sem stundaðar eru í óþökk og al­gjörri and­stöðu við okk­ar helstu viðskipta­lönd og viðskipta­vini (er­lend­ar ferðaskrif­stof­ur og ferðaheild­sala) munu ávallt skaða orðspor lands­ins og hafa nei­kvæða um­fjöll­un í för með sér með ófyr­ir­sjá­an­leg­um af­leiðing­um. Ferðamála­sam­tök Íslands skora á stjórn­völd að hlutast til um að meiri hags­mun­um verði ekki fórnað fyr­ir sér­hags­muni Kristjáns Lofts­son­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is