Óttast minna framboð á fiski frá Íslandi

Frá undirritun fríverslunarsamningsins við Kína.
Frá undirritun fríverslunarsamningsins við Kína.

Bresk­ir fisk­kaup­end­ur hafa af því nokkr­ar áhyggj­ur að fríversl­un­ar­samn­ing­ur Íslands og Kína kunni að hafa áhrif á fram­boð á ís­lensk­um fiski í Bretlandi og verðlag í þeim efn­um. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Fis­hup­da­te.com.

Fríversl­un­ar­samn­ing­ur­inn var sem kunn­ugt er und­ir­ritaður um miðjan síðasta mánuð en hann tek­ur ekki síst til viðskipta með fiskaf­urðir. Bú­ist er við að slík viðskipti á milli Íslands og Kína eigi eft­ir að aukast mjög fyr­ir til­stuðlan samn­ings­ins.

Fram kem­ur í frétt­inni að auk­in sala á ís­lensk­um fiski til Kína kunni að draga úr fram­boði til Bret­lands og annarra Evr­ópu­ríkja sem aft­ur kunni að þýða að verð á fiskaf­urðum hækki en mik­il eft­ir­spurn sé í Kína eft­ir ís­lensk­um fiski. Þannig kaupi Kín­verj­ar til að mynda mikið af mak­ríl frá Íslandi.

mbl.is