Damanaki rukkuð um refsiaðgerðir

Bresk stjórn­völd ætla að óska eft­ir upp­lýs­ing­um og út­skýr­inga frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins á fundi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sam­bands­ins í næstu viku um það hvað hún hyggst fyr­ir varðandi mögu­leg­ar refsiaðgerðir gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar.

Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Thef­ishsite.com í dag en fund­ur ráðherr­aráðsins fer fram 13.-14. maí næst­kom­andi og mun Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, sitja hann sem full­trúi fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar.

Fund­ur­inn mun að öðru leyti snú­ast um mögu­leg­ar breyt­ing­ar á sam­eig­in­legri sjáv­ar­út­vegs­stefnu sam­bands­ins. Hann fer fram und­ir for­sæti Simons Co­veney, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Írlands, en Írar fara með for­sætið inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins þar til í lok júní.

mbl.is