ESB hyggst refsa Færeyingum

Aðsetur færeysku heimastjórnarinnar.
Aðsetur færeysku heimastjórnarinnar. Wikipedia/Erik Christensen

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur lagt til að gripið verði til refsiaðferða gegn Fær­ey­ing­um af hálfu sam­bands­ins vegna ákvörðunar þeirra um að setja sér ein­hliða kvóta úr norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­in­um. Fram kem­ur á frétta­vefn­um Scotsm­an.com að þetta gæti þýtt að inn­flutn­ings­bann yrði sett á fær­eyska síld til ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins og einnig að skip­um frá sam­band­inu yrði bannað að veiða síld í fær­eyskri lög­sögu. Ekki kem­ur fram að til standi að láta aðgerðirn­ar ná til land­ana á öðrum teg­und­um en síld.

Einnig seg­ir í frétt­inni að emb­ætt­is­menn fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar séu enn að skoða laga­leg­ar hliða þess að grípa til hliðstæðra refsiaðgerða gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Þeir hafi í hyggju að funda sem fyrst með nýrri rík­is­stjórn Íslands til þess að ræða stöðuna í deil­unni. „Það eru góðar frétt­ir að loks­ins sé kom­in raun­veru­leg hreyf­ing á aðgerðir sem miði að því að refsa Fær­ey­ing­um fyr­ir óá­byrg­ar veiðar þeirra,“ er haft eft­ir Rich­ard Lochhead, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands en hann var stadd­ur í dag á fundi ráðherr­aráðs Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem þessi mál voru rætt.

Refsiaðgerðirn­ar nái einnig til mak­ríls

Lochhead lýsti hins veg­ar von­brigðum sín­um á því að ekki hafi enn verið ákveðið af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins að grípa til refsiaðgerða gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um vegna mak­ríl­veiða þeirra. Sagðist hann vona að það yrði gert inn­an skamms. Sagði hann nokk­ur ríki sam­bands­ins hafa lýst mik­illi óánægju sinni með það. „Ég vona að þessi aðgerð vegna síld­ar­inn­ar muni fá Fær­ey­inga og Íslend­inga til þess að koma aft­ur að samn­inga­borðinu - með alþjóðleg­um sátta­semj­ara ef þörf er á - og samþykkja lang­tíma sam­komu­lag með það að mark­miði að vernda fiski­stofn­inn og viður­væri skoska fisk­veiðiflot­ans til framtíðar.“

Haft er eft­ir Ian Gatt, fram­kvæmda­stóri Sam­taka skoskra upp­sjáv­ar­sjó­manna, í sam­tali við breska rík­is­út­varpið BBC í dag, að ákvörðun fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins væri fyrsta skrefið í þá átt að refsa Fær­ey­ing­um vegna síld­veiða þeirra. Hins veg­ar ættu þær refsiaðgerðir einnig að ná til mak­ríls enda væru teg­und­irn­ar tvær gjarn­an veidd­ar sam­hliða.

Líkt og Lochhead lýsti Gatt von­brigðum sín­um með að eng­inn frek­ari ár­ang­ur hefði orðið í því að beita Íslend­inga og Fær­ey­inga refsiaðgerðum vegna mak­ríl­veiða þeirra. „Í til­felli Íslands hvetj­um við fram­kvæmda­stjórn­ina til þess að óska eft­ir taf­ar­laus­um fundi með nýrri rík­is­stjórn Íslands og reyna að koma viðræðuferl­inu aft­ur af stað,“ sagði hann. Tæk­ist það hins veg­ar ekki yrði að grípa til refsiaðgerða án taf­ar enda hefðu all­ar aðrar leiðir verið reynd­ar án ár­ang­urs.

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins.
Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins. mbl.is
mbl.is