Hvetur ESB til að semja um makrílinn

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rík­is­stjórn Íslands hvet­ur Evr­ópu­sam­bandið til þess að koma aft­ur að samn­inga­borðinu í mak­ríl­deil­unni. Þetta kem­ur fram á vefsíðunni The Grocer í dag þar sem vitnað er í Stein­grím J. Sig­fús­son, at­vinnu­vegaráðherra.

Fram kem­ur að yf­ir­lýs­ing Stein­gríms komi í kjöl­far þess að ríki Evr­ópu­sam­bands­ins hafi rætt þann mögu­leika að beita Ísland refsiaðgerðum vegna deil­unn­ar á fundi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sam­bands­ins í Brus­sel í gær.

Haft er eft­ir ráðherr­an­um að það sé ekki til þess fallið að stuðla að lausn mak­ríl­deil­unn­ar að grípa til refsiaðgerða held­ur yrði það ein­ung­is til þess að gera hana erfiðari viður­eign­ar. Hann bendi enn­frem­ur á að Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur ætli Íslend­ing­um, Fær­ey­ing­um og Rúss­um aðeins 10% mak­ríl­kvót­ans þrátt fyr­ir að fyr­ir liggi upp­lýs­ing­ar um að allt að 30% mak­ríl­stofns­ins væri í ís­lensku efna­hagslög­sög­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina