Munum nota lagaleg úrræði

Wikipedia

„Ég hef margsinn­is mót­mælt því harðlega að það væru nokkr­ar for­send­ur fyr­ir því að Evr­ópu­sam­bandið grípi til þving­un­araðgerða gagn­vart okk­ur út af mak­ríl­deil­unni, sem ganga lengra en þær sem við Íslend­ing­ar höf­um sjálf­ir sett í lög og gripið til gagn­vart Norðmönn­um vegna mak­ríls­ins sem er ósamið um.“

Þetta seg­ir Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra í Morg­un­blaðinu í dag um þær fregn­ir frá Brus­sel að ESB leggi til refsiaðgerðir gagn­vart Fær­ey­ing­um og íhugi slíkt hið sama gegn Íslend­ing­um vegna veiða þjóðanna á síld og mak­ríl.

„Við lít­um svo á að það hafi verið sett skýrt fram, að ef þeir grípi til viðskiptaaðgerða um­fram það sem heim­ilt er sam­kvæmt EES-samn­ingn­um sé það brot á regl­um Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar. Ég hef lýst því yfir að ef Norðmenn verði aðilar að slíku, eins og þeir hafa lýst yfir, þá mun­um við nota öll laga­leg úrræði inn­an EFTA til að hnekkja því,“ seg­ir Össur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina