Óttast ekki ESB

Frá Færeyjum
Frá Færeyjum mbl.is/Ómar

Fær­ey­ing­ar munu ekki hvika frá áform­um um að veiða upp í stór­auk­inn síld­arkvóta, þrátt fyr­ir hót­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins um refsiaðgerðir verði af veiðunum.

Jacob Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, staðfest­ir þetta í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag og boðar að lokið verði við að út­hluta síld­arkvót­an­um öðrum hvor­um meg­in við helgi. Þá rifjar ráðherr­ann upp að síld­in sé orðið í fær­eyskri land­helgi nán­ast allt árið. Þar sé á ferð fær­eysk síld, ekki norsk eða ís­lensk.

„Við vit­um að sam­bandið er að und­ir­búa viðbrögð, eins og til dæm­is refsiaðgerðir gegn okk­ur, en við vit­um á þessu stigi ekki meira um hvað það ætl­ar sér,“ seg­ir Vesterga­ard um hót­an­ir ESB.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: