ESB þjarmar að Færeyingum

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Ómar Óskarsson.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur gefið stjórn­völd­um í Fær­eyj­um einn mánuð til þess að bregðast með ásætt­an­leg­um hætti við kröf­um sam­bands­ins um að þau falli frá ein­hliða kvóta­út­hlut­un sinni í norsk-ís­lenskri síld. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Und­ercur­rent­news.com.

Verði ekki brugðist við inn­an þess tíma hyggst fram­kvæmda­stjórn­in óska eft­ir því við ríki Evr­ópu­sam­bands­ins að Fær­ey­ing­ar verði beitt­ir refsiaðgerðum. Þær aðgerðir kunna að fela það í sér að fær­eysk­um skip­um verði meinað að landa síld í höfn­um Evr­ópu­sam­bands­ins og meðafla og að sett­ar verði skorður við aðgengi þeirra að höfn­um sam­bands­ins nema vegna neyðar­til­fella að því er seg­ir í bréfi sem fram­kvæmda­stjórn­in hef­ur sent stjórn­völd­um í Fær­eyj­um.

Slík­ar aðgerðir kunna einnig sam­kvæmt bréfi fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar að fela í sér aðrar tak­mark­an­ir sem væru til þess falln­ar að tryggja að refsiaðgerðirn­ar skiluðu til­ætluðum ár­angri. Þannig gætu þær þýtt að aðilum inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins væri bannað að festa kaup á fiski­skipi sem skráð væri í Fær­eyj­um eða að skrá skip frá sam­band­inu í Fær­eyj­um.

Einnig er hugs­an­legt að ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins verði bannað að selja tækja­búnað til Fær­eyja eða birgðir sem nýtt­ar væru til síld­veiða eða að lokað yrði á að ein­stök ríki inn­an sam­bands­ins gætu samið um fisk­veiðar í fær­eyskri lög­sögu. Eins og fram kom í Morg­un­blaðinu á fimmtu­dag­inn ætla Fær­ey­ing­ar hins veg­ar ekki að hvika frá áform­um sín­um um ein­hliða kvóta­út­hlut­un í norsk-ís­lenskri síld þrátt fyr­ir hót­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ennþá er í skoðun hjá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins að grípa til hliðstæðra refsiaðgerða gegn Íslandi og Fær­eyj­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar en enn er verið að kanna laga­leg­an grund­völl slíkra aðgerða.

Frétt Und­ercur­rent­news.com

mbl.is

Bloggað um frétt­ina