Fagna fyrirhuguðum refsiaðgerðum

Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands.
Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands.

For­svars­menn í skosk­um sjáv­ar­út­vegi og skoska heima­stjórn­in lýstu ánægju sinni í gær með að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefði til­kynnt stjórn­völd­um í Fær­eyj­um að haf­inn yrði und­ir­bún­ing­ur að mögu­leg­um refsiaðgerðum vegna ákvörðunar þeirra að setja sér ein­hliða stór­auk­inn kvóta í norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­in­um.

„Það eru góðar frétt­ir að loks­ins sé ein­hver hreyf­ing í átt að refsiaðgerðum sem taki á óá­byrg­um veiðum Fær­ey­inga,“ seg­ir Rich­ard Lochhead, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands, í sam­tali við skoska frétta­vef­inn Scotsm­an.com. „En það veld­ur von­brigðum að eng­in ákveðin ákvörðun skuli hafa verið tek­in enn vegna þrjósku Íslend­inga og Fær­ey­inga vegna mak­ríl­veiða en ég vona að það ger­ist fljót­lega.“

Lochhead seg­ir að fjöldi ríkja inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins hafi lýst mikl­um von­brigðum vegna þess að fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins hefði ekki enn gripið til aðgerða gegn Íslandi og Fær­eyj­um. „Ég vona að þessi aðgerð vegna síld­veiðanna muni sann­færa Fær­ey­inga og Íslend­inga um að koma aft­ur að samn­inga­borðinu, með alþjóðleg­um sátta­semj­ara ef á þarf að halda, og samþykkja lang­tíma samn­ing sem tryggi stofn­inn til framtíðar og mik­il­vægi hans fyr­ir skoska fiski­skipa­flot­ann.“

Haft er eft­ir Ian Gatt, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka skoskra upp­sjáv­ar­sjó­manna, að síld og mak­ríll sé gjarn­an veidd sam­hliða og því telji sam­tök hans að refsiaðgerðirn­ar eigi einnig að ná til mak­ríl­veiða. Sama eigi að gilda um lax­eldi þar sem fiski­mjöl sem fram­leitt sé bæði úr mak­ríl og síld sé notað til þess að fóðra eld­islax. Ef slík­ar aðgerðir skili ekki til­ætluðum ár­angri inn­an skamms tíma ætti að út­víkka þær svo þær nái til allra sjáv­ar­af­urða.

Frétt Scotsm­an.com

mbl.is