Skoðun á breytingu sérstaks veiðigjalds

Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar að afnema gjald sem forverinn Steingrímur …
Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar að afnema gjald sem forverinn Steingrímur J. Sigfússonar setti á. mbl.is/Eggert

Skoðað verður í þess­ari viku hvort lagt verður fram frum­varp á sum­arþingi um breyt­ing­ar á sér­staka veiðigjald­inu, að sögn Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra.

„Við ætl­um að breyta strax sér­staka veiðigjald­inu. Við lofuðum því í kosn­inga­bar­átt­unni og við ætl­um að standa við það, en það kem­ur auðvitað eitt­hvað annað í staðinn,“ sagði Sig­urður Ingi. Hann minnti á að báðir stjórn­ar­flokk­arn­ir hefðu lýst því yfir að þeir vildu hafa hóf­legt auðlinda­gjald af sjáv­ar­auðlind­inni.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks seg­ir m.a. að lög um veiðigjald verði end­ur­skoðuð. „Al­mennt gjald skal end­ur­spegla af­komu út­gerðar­inn­ar í heild en sér­stakt gjald taka sem mest mið af af­komu ein­stakra fyr­ir­tækja.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: