Damanaki væntanleg í næstu viku

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB mbl.is/Kristinn

Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, er vænt­an­leg hingað til lands í næstu viku og mun funda með Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, á fimmtu­dag.

Stjórn­un mak­ríl­veiða verður til umræðu á fund­in­um. Á síðasta ráðsfundi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ESB boðaði Dam­anaki að hún myndi við fyrstu hent­ug­leika eiga fund með nýj­um ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála á Íslandi til að kynn­ast viðhorf­um hans.

Í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur meðal ann­ars fram, að ESB hef­ur að svo stöddu hafnað þátt­töku í troll­leiðangri vís­inda­manna til að kanna stofn­stærð og út­breiðslu­svæði mak­ríls.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: