Lögin reyndust ónothæf

mbl.s/Helgi

Unnið er að til­lög­um um breyt­ing­ar á lög­um um álagn­ingu sér­staks veiðigjalds á út­veg­inn.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, seg­ir að breyt­ing­arn­ar verði að gera á sum­arþingi vegna þess að þær álagn­ing­ar­regl­ur sem koma eiga til fram­kvæmda í haust séu ófram­kvæm­an­leg­ar.

Veiðigjalds­nefnd sem skipuð var til að ákv­arða veiðigjald, sam­kvæmt gild­andi lög­um, hef­ur ekki fengið nauðsyn­leg gögn. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að Hag­stof­an og rík­is­skatt­stjóri hafa ekki þau gögn sem tal­in eru nauðsyn­leg við ákvörðun gjald­anna og telja sig að auki ekki hafa heim­ild til að nýta í þess­um til­gangi þau gögn sem til eru.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina