15-16 milljarða aukning

„Þessi skýrsla fær­ir okk­ur já­kvæð tíðindi. Í ráðgjöf­inni er aukn­ing í þorski, ýsu, ufsa, gull­karfa og löngu, sem eru flest­ar af mik­il­væg­ustu botn­fisk­teg­und­um okk­ar,“ seg­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, um skýrslu um ástand fisk­stofna og veiðiráðgjöf fyr­ir næsta fisk­veiðiár.

Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, tek­ur í sama streng og seg­ir að í flest­um til­vik­um séu til­lög­ur í sam­ræmi við það sem bú­ast hefði mátt við.

Ráðgjöf­in er hækkuð í nokkr­um verðmæt­ustu botn­fisk­teg­und­un­um og ís­lenskri sum­argots­s­íld og gæti út­flutn­ings­verðmæti auk­ist um 15-16 millj­arða á næsta fisk­veiðiári, skv. upp­lýs­ing­um LÍÚ. Þorskaf­urðir gætu verið um helm­ing­ur af þeirri upp­hæð. Hins veg­ar er mik­il óvissa um loðnu­veiðar næsta vet­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: